Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2019 21:45 Adrián var hetjan í fyrsta leik sínum fyrir Liverpool. vísir/getty Liverpool vann Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni á Vodafone Park í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4. Adrián, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld, varði síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. Adrián samdi við Liverpool mánudaginn 5. ágúst og fékk svo óvænt tækifæri eftir að Alisson meiddist gegn Norwich City á föstudaginn. Spánverjinn var svo hetja Liverpool í kvöld. Olivier Giroud kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir sendingu frá Christian Pulisic. Bandaríkjamaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í kvöld. Evrópudeildarmeistararnir voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks og höfðu ógnað áður en Giroud skoraði. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður í hálfleik og lét strax til sín taka. Á 48. mínútu var hann á undan Kepa Arrizabalaga í boltann sem barst til Sadio Mané skoraði og jafnaði fyrir Evrópumeistarana. Kepa bjargaði meistaralega á 75. mínútu þegar hann varði skot Virgils van Dijk í slána. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 95. mínútu skoraði Mané sitt annað mark með skoti í slá og inn. Aftur átti Firmino stoðsendinguna. Fjórum mínútum síðar dæmdi Stephané Frappart, sem er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik í Evrópukeppni karla, vítaspyrnu eftir að Adrián felldi Abraham. Jorginho tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Chelsea var nær því að skora það sem eftir lifði framlengingarinnar en fleiri urðu mörkin ekki. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Leikmenn liðanna skoruðu úr fyrstu níu spyrnunum í vítakeppninni. Abraham tók svo síðustu spyrnu Chelsea en Adrián sá við honum og varði. Liverpool fagnaði því sigri í Ofurbikarnum í fjórða sinn. Aðeins Barcelona og AC Milan (5) hafa unnið þennan titil oftar en Liverpool. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool vann Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni á Vodafone Park í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4. Adrián, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld, varði síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. Adrián samdi við Liverpool mánudaginn 5. ágúst og fékk svo óvænt tækifæri eftir að Alisson meiddist gegn Norwich City á föstudaginn. Spánverjinn var svo hetja Liverpool í kvöld. Olivier Giroud kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir sendingu frá Christian Pulisic. Bandaríkjamaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í kvöld. Evrópudeildarmeistararnir voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks og höfðu ógnað áður en Giroud skoraði. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður í hálfleik og lét strax til sín taka. Á 48. mínútu var hann á undan Kepa Arrizabalaga í boltann sem barst til Sadio Mané skoraði og jafnaði fyrir Evrópumeistarana. Kepa bjargaði meistaralega á 75. mínútu þegar hann varði skot Virgils van Dijk í slána. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 95. mínútu skoraði Mané sitt annað mark með skoti í slá og inn. Aftur átti Firmino stoðsendinguna. Fjórum mínútum síðar dæmdi Stephané Frappart, sem er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik í Evrópukeppni karla, vítaspyrnu eftir að Adrián felldi Abraham. Jorginho tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Chelsea var nær því að skora það sem eftir lifði framlengingarinnar en fleiri urðu mörkin ekki. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Leikmenn liðanna skoruðu úr fyrstu níu spyrnunum í vítakeppninni. Abraham tók svo síðustu spyrnu Chelsea en Adrián sá við honum og varði. Liverpool fagnaði því sigri í Ofurbikarnum í fjórða sinn. Aðeins Barcelona og AC Milan (5) hafa unnið þennan titil oftar en Liverpool. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Bretland England Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurbikar UEFA Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti