Klippti loksins á borðann í Berufirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:03 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra klippir á borðann í dag. Með honum á mynd er Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. Mynd/vegagerðin Sigurður Ingi Jóhannsson klippti á borða í Berufirði í dag og opnaði þar með formlega nýjan vegarkafla sem styttir hringveginn um 3,6 kílómetra. Hinn nýi vegur markar jafnframt tímamót sem unnið hefur verið að í fjóra áratugi, þ.e. að koma bundnu slitlagi á allan Hringveginn. Athöfnin fór fram sunnan við nýju brúna í Berufirði síðdegis í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar óskaði Austfirðingum og öllum Íslendingum til hamingju með áfangann. Sigurður Ingi fagnaði tímamótunum og sagði þau gæfuspor. „Að athöfninni lokinni var haldið að Havaríi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd þar sem boðið var upp á veitingar í anda staðarhaldaranna þeirra Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar sem betur er þekktur sem Prins Póló,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar afhjúpaði ráðherra einnig veglegan skjöld sem festur verður á grjót á áningastað í Berufirði til minningar um áfangann.Frá framkvæmdum í Berufirði. Nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn.Vísir/VilhelmNýr kafli Hringvegar um Berufjarðarbotn er 4,9 kílómetra langur, þar af liggur um 1 kílómetri yfir sjó og um leirur. Vegurinn er 8 metra breiður með bundnu slitlagi. Ný brú í Berufjarðarbotni er steinsteypt, 50 meta löng og 10 metra breið. Undirbúningur verksins hófst um árið 2007. Skiptar skoðanir voru um leiðir um Berufjarðarbotn sem seinkaði nokkuð undirbúningi verksins en verkið var boðið út í maí 2017. Lægsta tilboðið var frá Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum. Framkvæmdir hófust 2017 og þeim átti að ljúka haustið 2018, en vegna veikra laga í sjó og þeirra viðbótarfyllinga sem þar urðu, náðist ekki að ljúka því fyrr en nú í sumar. Nýi kaflinn um Berufjarðarbotn styttir Hringveginn um 3,6 kílómetra, sem nú er allur með bundnu slitlagi og er samtals 1.322 kílómetra. Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson klippti á borða í Berufirði í dag og opnaði þar með formlega nýjan vegarkafla sem styttir hringveginn um 3,6 kílómetra. Hinn nýi vegur markar jafnframt tímamót sem unnið hefur verið að í fjóra áratugi, þ.e. að koma bundnu slitlagi á allan Hringveginn. Athöfnin fór fram sunnan við nýju brúna í Berufirði síðdegis í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar óskaði Austfirðingum og öllum Íslendingum til hamingju með áfangann. Sigurður Ingi fagnaði tímamótunum og sagði þau gæfuspor. „Að athöfninni lokinni var haldið að Havaríi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd þar sem boðið var upp á veitingar í anda staðarhaldaranna þeirra Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar sem betur er þekktur sem Prins Póló,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar afhjúpaði ráðherra einnig veglegan skjöld sem festur verður á grjót á áningastað í Berufirði til minningar um áfangann.Frá framkvæmdum í Berufirði. Nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn.Vísir/VilhelmNýr kafli Hringvegar um Berufjarðarbotn er 4,9 kílómetra langur, þar af liggur um 1 kílómetri yfir sjó og um leirur. Vegurinn er 8 metra breiður með bundnu slitlagi. Ný brú í Berufjarðarbotni er steinsteypt, 50 meta löng og 10 metra breið. Undirbúningur verksins hófst um árið 2007. Skiptar skoðanir voru um leiðir um Berufjarðarbotn sem seinkaði nokkuð undirbúningi verksins en verkið var boðið út í maí 2017. Lægsta tilboðið var frá Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum. Framkvæmdir hófust 2017 og þeim átti að ljúka haustið 2018, en vegna veikra laga í sjó og þeirra viðbótarfyllinga sem þar urðu, náðist ekki að ljúka því fyrr en nú í sumar. Nýi kaflinn um Berufjarðarbotn styttir Hringveginn um 3,6 kílómetra, sem nú er allur með bundnu slitlagi og er samtals 1.322 kílómetra.
Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16
Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37