Klippti loksins á borðann í Berufirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:03 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra klippir á borðann í dag. Með honum á mynd er Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. Mynd/vegagerðin Sigurður Ingi Jóhannsson klippti á borða í Berufirði í dag og opnaði þar með formlega nýjan vegarkafla sem styttir hringveginn um 3,6 kílómetra. Hinn nýi vegur markar jafnframt tímamót sem unnið hefur verið að í fjóra áratugi, þ.e. að koma bundnu slitlagi á allan Hringveginn. Athöfnin fór fram sunnan við nýju brúna í Berufirði síðdegis í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar óskaði Austfirðingum og öllum Íslendingum til hamingju með áfangann. Sigurður Ingi fagnaði tímamótunum og sagði þau gæfuspor. „Að athöfninni lokinni var haldið að Havaríi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd þar sem boðið var upp á veitingar í anda staðarhaldaranna þeirra Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar sem betur er þekktur sem Prins Póló,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar afhjúpaði ráðherra einnig veglegan skjöld sem festur verður á grjót á áningastað í Berufirði til minningar um áfangann.Frá framkvæmdum í Berufirði. Nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn.Vísir/VilhelmNýr kafli Hringvegar um Berufjarðarbotn er 4,9 kílómetra langur, þar af liggur um 1 kílómetri yfir sjó og um leirur. Vegurinn er 8 metra breiður með bundnu slitlagi. Ný brú í Berufjarðarbotni er steinsteypt, 50 meta löng og 10 metra breið. Undirbúningur verksins hófst um árið 2007. Skiptar skoðanir voru um leiðir um Berufjarðarbotn sem seinkaði nokkuð undirbúningi verksins en verkið var boðið út í maí 2017. Lægsta tilboðið var frá Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum. Framkvæmdir hófust 2017 og þeim átti að ljúka haustið 2018, en vegna veikra laga í sjó og þeirra viðbótarfyllinga sem þar urðu, náðist ekki að ljúka því fyrr en nú í sumar. Nýi kaflinn um Berufjarðarbotn styttir Hringveginn um 3,6 kílómetra, sem nú er allur með bundnu slitlagi og er samtals 1.322 kílómetra. Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson klippti á borða í Berufirði í dag og opnaði þar með formlega nýjan vegarkafla sem styttir hringveginn um 3,6 kílómetra. Hinn nýi vegur markar jafnframt tímamót sem unnið hefur verið að í fjóra áratugi, þ.e. að koma bundnu slitlagi á allan Hringveginn. Athöfnin fór fram sunnan við nýju brúna í Berufirði síðdegis í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar óskaði Austfirðingum og öllum Íslendingum til hamingju með áfangann. Sigurður Ingi fagnaði tímamótunum og sagði þau gæfuspor. „Að athöfninni lokinni var haldið að Havaríi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd þar sem boðið var upp á veitingar í anda staðarhaldaranna þeirra Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar sem betur er þekktur sem Prins Póló,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar afhjúpaði ráðherra einnig veglegan skjöld sem festur verður á grjót á áningastað í Berufirði til minningar um áfangann.Frá framkvæmdum í Berufirði. Nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn.Vísir/VilhelmNýr kafli Hringvegar um Berufjarðarbotn er 4,9 kílómetra langur, þar af liggur um 1 kílómetri yfir sjó og um leirur. Vegurinn er 8 metra breiður með bundnu slitlagi. Ný brú í Berufjarðarbotni er steinsteypt, 50 meta löng og 10 metra breið. Undirbúningur verksins hófst um árið 2007. Skiptar skoðanir voru um leiðir um Berufjarðarbotn sem seinkaði nokkuð undirbúningi verksins en verkið var boðið út í maí 2017. Lægsta tilboðið var frá Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum. Framkvæmdir hófust 2017 og þeim átti að ljúka haustið 2018, en vegna veikra laga í sjó og þeirra viðbótarfyllinga sem þar urðu, náðist ekki að ljúka því fyrr en nú í sumar. Nýi kaflinn um Berufjarðarbotn styttir Hringveginn um 3,6 kílómetra, sem nú er allur með bundnu slitlagi og er samtals 1.322 kílómetra.
Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16
Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37