Dusty komið í úrslitakeppni Norðurlandsmótsins í League of Legends Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 18:51 Liðin í úrslitakeppninni skipta með sér peningaverðlaunum Vísir/Dustyiceland League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. Mótið er haldið tvisvar á ári en á því keppa tvö bestu lið Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands. Liðin í úrslitakeppninni skipta með sér peningaverðlaunum ásamt því að efstu tvö liðin fá sæti á EU Masters mótinu sem er næst stærsta LoL mót í Evrópu og með tugi milljóna í verðlaunafé. Strákarnir í Dusty er að ná árangri.Mynd/DustyicelandAndstæðingar Dusty í úrslitakeppninni er liðið Ventus Esports frá Danmörku en Ventus vann Dusty naumlega í síðasta leik deildarkeppninnar. Til gamans má geta að Ventus Esports vann Norðurlandamótið núna síðast og komust alla leið í úrslitakeppni EU Masters. Þannig það gefur auga leið að andstæðingar Dusty eru engin lömb að leika sér við. Sigurvegarinn í viðureigninni leikur svo á móti sænska liðinu Falkn sem endaði í efsta sæti í deildinni. Leikurinn er fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Twitchsíðu Dreamhack. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslassyni og Dananum Tobias Jensen. Sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Dreamhack Nordic. Einnig er hægt að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir heitinu „dustyiceland“. Leikjavísir Tengdar fréttir Skyggnst bakvið tjöldin hjá Dusty Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. 12. júní 2019 14:50 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið
League of Legends liðið Dusty er komið í úrslitakeppni Norðurlandamótsins í leiknum eftir að hafa endað í 6. sæti í deildinni. Mótið er haldið tvisvar á ári en á því keppa tvö bestu lið Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands. Liðin í úrslitakeppninni skipta með sér peningaverðlaunum ásamt því að efstu tvö liðin fá sæti á EU Masters mótinu sem er næst stærsta LoL mót í Evrópu og með tugi milljóna í verðlaunafé. Strákarnir í Dusty er að ná árangri.Mynd/DustyicelandAndstæðingar Dusty í úrslitakeppninni er liðið Ventus Esports frá Danmörku en Ventus vann Dusty naumlega í síðasta leik deildarkeppninnar. Til gamans má geta að Ventus Esports vann Norðurlandamótið núna síðast og komust alla leið í úrslitakeppni EU Masters. Þannig það gefur auga leið að andstæðingar Dusty eru engin lömb að leika sér við. Sigurvegarinn í viðureigninni leikur svo á móti sænska liðinu Falkn sem endaði í efsta sæti í deildinni. Leikurinn er fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Twitchsíðu Dreamhack. Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslassyni og Dananum Tobias Jensen. Sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum. Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Dreamhack Nordic. Einnig er hægt að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir heitinu „dustyiceland“.
Leikjavísir Tengdar fréttir Skyggnst bakvið tjöldin hjá Dusty Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. 12. júní 2019 14:50 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið
Skyggnst bakvið tjöldin hjá Dusty Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. 12. júní 2019 14:50