Liðin í úrslitakeppninni skipta með sér peningaverðlaunum ásamt því að efstu tvö liðin fá sæti á EU Masters mótinu sem er næst stærsta LoL mót í Evrópu og með tugi milljóna í verðlaunafé.

Þannig það gefur auga leið að andstæðingar Dusty eru engin lömb að leika sér við. Sigurvegarinn í viðureigninni leikur svo á móti sænska liðinu Falkn sem endaði í efsta sæti í deildinni. Leikurinn er fimmtudaginn 15. ágúst klukkan 19:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Twitchsíðu Dreamhack.
Lið Dusty samanstendur af þeim Mikael Degi Hallssyni, Arnari Snæland, Aroni Gabríel Guðmundssyni, Marteini Gíslassyni og Dananum Tobias Jensen. Sá síðastnefndi er eitt mesta efni Dana í leiknum og hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína á mótinu og eru nokkur stærri lið með augastað á honum.
Frekari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Dreamhack Nordic.
Einnig er hægt að fylgjast með liði Dusty á samfélagsmiðlum undir heitinu „dustyiceland“.