Falsfréttir aftur komnar á kreik Ari Brynjólfsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Falsfréttunum sem um ræðir fylgja iðulega þekkt andlit. Skjáskot Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00