Sport

Dæmdar úr keppni fyrir að leiða hvora aðra í mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jessica Learmonth og Georgia Taylor-Brown fagna hér á verðlaunapalli sem þær fengu ekki að gera á þessu móti.
Jessica Learmonth og Georgia Taylor-Brown fagna hér á verðlaunapalli sem þær fengu ekki að gera á þessu móti. Getty/George Wood/
Jessica Learmonth og Georgia Taylor-Brown komu fyrstar í mark í þríþrautarmóti í Tókýó í Japan en þær fengu þó ekki fyrstu verðlaun heldur voru þær báðar dæmdar úr keppni.

Mótið var úrtökumót fyrir Ólympíuleikanna sem fara fram í Tókýó eftir ár. Í þríþraut er keppt í sundi, á hjóli og loks í hlaupi.

Eftir allt þetta komu þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown á sama tíma í mark og ákváðu að leiðast yfir marklínuna.





Það er stranglega bannað samkvæmt reglum Alþjóðlega þríþrautarsambandsins voru þær því báðar dæmdar úr leik.

Jessica Learmonth er 31 árs gömul og varð Evrópumeistari í þríþraut árið 2017 auk þess að vinna silfur á Evrópumótinu í fyrra. Georgia Taylor-Brown er 25 ára og hefur unnið til verðlaun á heims- og Evrópumeistaramótum unglinga. Þær koma báðar frá Bretlandi.

Flora Duffy frá Bermúda græddi mikið á þessu því hún hoppaði úr þriðja sæti upp í það fyrsta. Alice Betto frá Ítalíu (silfur) og Vicky Holland (brons) komust síðan báðar inn á verðlaunapall eftir að þær Jessica og Georgia voru dæmdar úr leik.

Efstu konurnar í hlaupinu gátu tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó og þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown voru því ekki að keppa á einhverju ómerkilegu eða þýðingarlausu móti.

Alice Betto og hin bandaríska Summer Rappaport, sem varð fimmta, tryggði sér báðar farseðilinn til Tókýó með þessum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×