Það vakti heimsathygli á síðasta ári þegar lögreglan í Blackpool í Bretlandi birti mynd af Husseini þar sem hann var eftirlýstur fyrir þjófnað. Netverjar voru fljótir að benda á hversu líkur hann væri Schwimmer og fékk myndin af Husseini gríðarlega dreifingu á netinu.
Schwimmer sjálfur tók þátt í gríninu og hermdi eftir myndinni. Lét hann lögregluna í Blackpool vita að hann væri þrátt fyrir það saklaus. Erfiðlega gekk hins vegar fyrir Husseini að ganga huldu höfði og var hann handtekinn fljótlega eftir að hann var eftirlýstur af lögreglu.
Husseini lýsti sig saklausan af ákæru í málinu en eftir tveggja daga réttarhöld var hann fundinn sekur um þjófnað og að hafa villt á sér heimildir í fjórgang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemst í kast við lögin en frá árinu 2008 hefur hann verið sakfelldur fyrir 60 hegningarlagabrot.
Officers, I swear it wasn't me.
— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
As you can see, I was in New York.
To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR