Sameining eða þjóðarmorð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 "Kasmír brennur,“ sagði á þessum borða í pakistönsku borginni Íslamabad í gær. Nordicphotos/AFP Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, nýtti ræðu sína á þjóðhátíðardegi landsins í gær einkum til þess að útskýra ákvörðun sína um að svipta indverska hluta Kasmír sjálfstjórn. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd. Einkum af Pakistönum sem gera, líkt og Indverjar, tilkall til alls Kasmírhéraðs. „Í dag getur hver einasti Indverji stoltur sagt að í Indlandi sé ein þjóð, ein stjórnarskrá,“ sagði Modi og bætti við: „Hið gamla fyrirkomulag í Jammu, Kasmír og Ladakh stuðlaði að spillingu, frændhygli og óréttlæti í garð kvenna, barna, dalíta og ættbálkasamfélaga.“ Þá ræddi Modi einnig um hryðjuverk á svæðinu og sagði Indland áfram ætla að berjast af hörku gegn hverjum þeim sem breiddi út hryðjuverkastarfsemi. Vert er að minnast þess að fyrr á árinu voru hryðjuverkasamtökin JeM sögð hafa gert árás á Pulwama í indverska hluta Kasmír. Indverjar sögðu Pakistana hafa brugðist með því að uppræta ekki starfsemi JeM í pakistanska hluta Kasmír og spennan á milli kjarnorkuveldanna tveggja jókst gríðarlega. Indverjar sögðust hafa gert loftárás á bækistöðvar JeM og hermenn ríkjanna tveggja skutu hverjir að öðrum. Ekki kom þó til stríðs, hvað þá kjarnorkustríðs.Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.„Hryðjuverkastarfsemi felur í sér stríð gegn mannkyninu. Þess vegna mun Indland afhjúpa hverja þá sem styðja, skýla eða breiða út hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Modi. Þótt hann hafi ekki nefnt Pakistan á nafn má leiða líkur að því að grannríkið hafi verið Indverjanum ofarlega í huga. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, lét einnig í sér heyra í gær. Hann gagnrýndi harðlega útgöngubannið sem hefur verið í gildi í nær tvær vikur í indverska Kasmír. „Í tólf daga hefur verið útgöngubann í hinum hernumda indverska hluta Kasmír. Fjöldi hermanna til viðbótar við þá miklu viðveru sem var þar þegar, algjört samskiptabann og fordæmi um þjóðernishreinsanir Modi á múslimum í Gujarat,“ tísti Khan. „Mun heimsbyggðin horfa þegjandi á annað Srebrenica-þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á múslimum í indverska Kasmír? Ég vil vara alþjóðasamfélagið við þessu. Þetta myndi hafa alvarlegar afleiðingar í múslimaheiminum og leiða af sér róttæknivæðingu og ofbeldi.“Hvað er málið með Kasmír? Það er löng saga. Pakistanar og Indverjar gera hvorir tveggja tilkall til svæðisins alls. Héraðið þykir mikilvægt vegna orku og menningar og er það einnig hernaðarlega mikilvægt sökum staðsetningar. En samkvæmt greiningu The Diplomat er mikilvægi Kasmír helst fólgið í því að úr jöklum svæðisins rennur ferskt vatn, lífsnauðsynlegt fyrir íbúa á þurrum svæðum í Pakistan og á Indlandi. Hvað gerðist í Kasmír? Tugir þúsunda indverskra hermanna voru fluttir til indverska hluta Kasmír í upphafi mánaðar. Skólum var lokað, ferðamönnum gert að yfirgefa svæðið og skorið var á bæði síma- og netsamband, samkvæmt samantekt breska ríkisútvarpsins. Í kjölfarið tilkynnti indverska ríkisstjórnin að indverski hluti Kasmír, ríkið sem nefnist Jammu og Kasmír, yrði svipt sjálfstjórn og íbúar þeim sérstöku réttindum sem þeir höfðu fengið. Þannig var sérstök stjórnarskrá svæðisins felld úr gildi og löggjafarvaldið tekið til baka. Þessi umdeilda aðgerð hefur lengi verið á borðinu hjá Narendra Modi og BJP-flokki hans. Var til að mynda á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar fyrr á árinu. Að mati BJP-liða er hún nauðsynleg til þess að sameina Indverja. Gagnrýnendur hafa hins vegar haldið því fram að Modi geri þetta núna til þess að beina athyglinni frá efnahagsörðugleikum og að til lengri tíma litið sé aðgerðin hugsuð til þess að breyta því að múslimar séu í meirihluta í Jammu og Kasmír. BJP aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju og með aðgerðinni er afnuminn sá réttur yfirvalda í Jammu og Kasmír að banna aðkomumönnum að kaupa land. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, nýtti ræðu sína á þjóðhátíðardegi landsins í gær einkum til þess að útskýra ákvörðun sína um að svipta indverska hluta Kasmír sjálfstjórn. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd. Einkum af Pakistönum sem gera, líkt og Indverjar, tilkall til alls Kasmírhéraðs. „Í dag getur hver einasti Indverji stoltur sagt að í Indlandi sé ein þjóð, ein stjórnarskrá,“ sagði Modi og bætti við: „Hið gamla fyrirkomulag í Jammu, Kasmír og Ladakh stuðlaði að spillingu, frændhygli og óréttlæti í garð kvenna, barna, dalíta og ættbálkasamfélaga.“ Þá ræddi Modi einnig um hryðjuverk á svæðinu og sagði Indland áfram ætla að berjast af hörku gegn hverjum þeim sem breiddi út hryðjuverkastarfsemi. Vert er að minnast þess að fyrr á árinu voru hryðjuverkasamtökin JeM sögð hafa gert árás á Pulwama í indverska hluta Kasmír. Indverjar sögðu Pakistana hafa brugðist með því að uppræta ekki starfsemi JeM í pakistanska hluta Kasmír og spennan á milli kjarnorkuveldanna tveggja jókst gríðarlega. Indverjar sögðust hafa gert loftárás á bækistöðvar JeM og hermenn ríkjanna tveggja skutu hverjir að öðrum. Ekki kom þó til stríðs, hvað þá kjarnorkustríðs.Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.„Hryðjuverkastarfsemi felur í sér stríð gegn mannkyninu. Þess vegna mun Indland afhjúpa hverja þá sem styðja, skýla eða breiða út hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Modi. Þótt hann hafi ekki nefnt Pakistan á nafn má leiða líkur að því að grannríkið hafi verið Indverjanum ofarlega í huga. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, lét einnig í sér heyra í gær. Hann gagnrýndi harðlega útgöngubannið sem hefur verið í gildi í nær tvær vikur í indverska Kasmír. „Í tólf daga hefur verið útgöngubann í hinum hernumda indverska hluta Kasmír. Fjöldi hermanna til viðbótar við þá miklu viðveru sem var þar þegar, algjört samskiptabann og fordæmi um þjóðernishreinsanir Modi á múslimum í Gujarat,“ tísti Khan. „Mun heimsbyggðin horfa þegjandi á annað Srebrenica-þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á múslimum í indverska Kasmír? Ég vil vara alþjóðasamfélagið við þessu. Þetta myndi hafa alvarlegar afleiðingar í múslimaheiminum og leiða af sér róttæknivæðingu og ofbeldi.“Hvað er málið með Kasmír? Það er löng saga. Pakistanar og Indverjar gera hvorir tveggja tilkall til svæðisins alls. Héraðið þykir mikilvægt vegna orku og menningar og er það einnig hernaðarlega mikilvægt sökum staðsetningar. En samkvæmt greiningu The Diplomat er mikilvægi Kasmír helst fólgið í því að úr jöklum svæðisins rennur ferskt vatn, lífsnauðsynlegt fyrir íbúa á þurrum svæðum í Pakistan og á Indlandi. Hvað gerðist í Kasmír? Tugir þúsunda indverskra hermanna voru fluttir til indverska hluta Kasmír í upphafi mánaðar. Skólum var lokað, ferðamönnum gert að yfirgefa svæðið og skorið var á bæði síma- og netsamband, samkvæmt samantekt breska ríkisútvarpsins. Í kjölfarið tilkynnti indverska ríkisstjórnin að indverski hluti Kasmír, ríkið sem nefnist Jammu og Kasmír, yrði svipt sjálfstjórn og íbúar þeim sérstöku réttindum sem þeir höfðu fengið. Þannig var sérstök stjórnarskrá svæðisins felld úr gildi og löggjafarvaldið tekið til baka. Þessi umdeilda aðgerð hefur lengi verið á borðinu hjá Narendra Modi og BJP-flokki hans. Var til að mynda á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar fyrr á árinu. Að mati BJP-liða er hún nauðsynleg til þess að sameina Indverja. Gagnrýnendur hafa hins vegar haldið því fram að Modi geri þetta núna til þess að beina athyglinni frá efnahagsörðugleikum og að til lengri tíma litið sé aðgerðin hugsuð til þess að breyta því að múslimar séu í meirihluta í Jammu og Kasmír. BJP aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju og með aðgerðinni er afnuminn sá réttur yfirvalda í Jammu og Kasmír að banna aðkomumönnum að kaupa land.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08