Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. ágúst 2019 07:00 Líkur eru taldar á að greiðslur Wow air vegna leigu á íbúð Skúla Mogensen í London hafi ekki byggst á viðskiptalegum forsendum. Vísir/Vilhelm Skiptastjórar þrotabús WOW air telja mögulegt að upplýsingar og gögn sem kynnt voru fjárfestum í aðdraganda skuldabréfaútboðsins í fyrrahaust hafi ekki gefið raunsanna mynd af rekstrinum. Þeir hafa lýst yfir riftun á greiðslu WOW til fjárfestingarfélags Skúla Mogensen og skoða einnig riftun á greiðslum til Arion banka og tveggja stærstu leigusalanna. Þetta kom fram á vel sóttum kröfuhafafundi þrotabúsins. Skiptastjórar greindu frá ýmsum atriðum er varða gjaldþrotaskiptin og kynntu niðurstöður skýrslu Deloitte sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði verið ógjaldfært eigi síðar en um mitt ár 2018 og hugsanlega fyrr. „Skiptastjórar telja vera til staðar vísbendingar um að upplýsingar og gögn um fjárhagsleg málefni félagsins […] sem fjárfestakynning skuldabréfaútboðsins byggði á, hafi verið ófullnægjandi og ekki gefið raunsanna mynd af rekstri og efnahag WOW á þessum tíma,“ segir í skýrslu skiptastjóra.Riftanir vegna útboðsins Skiptastjórar WOW air hafa til skoðunar að rifta alls 20 milljóna dala greiðslum við þrjú fyrirtæki sem sjálf voru þátttakendur í útboðinu, það er að segja Avolon, ALC og Arion banka. Fram kemur í skýrslunni að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. „Þátttaka þessara kröfuhafa fól fremur í sér skuldbreytingu en ekki eiginlega fjárfestingu, með greiðslu nýs fjármagns til félagsins,“ segir í skýrslunni. Skúli Mogensen keypti sjálfur 10 prósent af heildarútgáfunni og svo virðist sem þátttaka Skúla hafi verið að fullu fjármögnuð með lántöku frá Arion banka.Wow air varð gjaldþrota í mars.Vísir/VilhelmGreiddi leigu fyrir íbúð Skúla Skiptastjórarnir hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Samkvæmt skýrslu Deloitte eru líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Eitt af dótturfélögum WOW hafi verið WOW air Ltd á Englandi. Skúli Mogensen var upphaflegur eigandi þess félags en félagið var framselt til WOW í september 2018. Starfsemi félagsins fólst aðallega í leigu á íbúð í London. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017 til úrskurðardags. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd vegna íbúðarinnar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins. Deloitte gerði athugasemdir við greiðslur WOW air til Títans, fjárfestingarfélags Skúla Mogensen, vegna sölu Títans á Cargo Express (CE) til WOW air um mitt síðasta ár. Samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins átti WOW air að greiða Títan þá upphæð 30. apríl 2019. Sama dag og arðgreiðslan barst, 6. febrúar 2019, greiddi WOW sömu fjárhæð til Títans, tæplega 3 mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og 7 vikum fyrir gjaldþrot. Þrotabúið hefur lýst yfir riftun á þessari greiðslu en Títan hefur hafnað riftuninni. Þá hafa skiptastjórar til skoðunar ýmis önnur viðskipti milli WOW air og Títans, þar á meðal háar þóknanir sem WOW greiddi Títan fyrir kauprétti að flugvélum. 1,1 milljarðs endurheimtur Við gjaldþrot WOW air námu lausar innistæður á óveðsettum bankareikningi félagsins um þremur milljónum króna en eftir innheimtu krafna nemur upphæðin 1,1 milljarði. Um er að ræða kröfur vegna sölu á losunarheimildum, afgreiðslutíma á Gatwick, og tryggingar vegna innkaupa félagsins auk sölu á ýmsum lausafjármunum. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja mögulegt að upplýsingar og gögn sem kynnt voru fjárfestum í aðdraganda skuldabréfaútboðsins í fyrrahaust hafi ekki gefið raunsanna mynd af rekstrinum. Þeir hafa lýst yfir riftun á greiðslu WOW til fjárfestingarfélags Skúla Mogensen og skoða einnig riftun á greiðslum til Arion banka og tveggja stærstu leigusalanna. Þetta kom fram á vel sóttum kröfuhafafundi þrotabúsins. Skiptastjórar greindu frá ýmsum atriðum er varða gjaldþrotaskiptin og kynntu niðurstöður skýrslu Deloitte sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði verið ógjaldfært eigi síðar en um mitt ár 2018 og hugsanlega fyrr. „Skiptastjórar telja vera til staðar vísbendingar um að upplýsingar og gögn um fjárhagsleg málefni félagsins […] sem fjárfestakynning skuldabréfaútboðsins byggði á, hafi verið ófullnægjandi og ekki gefið raunsanna mynd af rekstri og efnahag WOW á þessum tíma,“ segir í skýrslu skiptastjóra.Riftanir vegna útboðsins Skiptastjórar WOW air hafa til skoðunar að rifta alls 20 milljóna dala greiðslum við þrjú fyrirtæki sem sjálf voru þátttakendur í útboðinu, það er að segja Avolon, ALC og Arion banka. Fram kemur í skýrslunni að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. „Þátttaka þessara kröfuhafa fól fremur í sér skuldbreytingu en ekki eiginlega fjárfestingu, með greiðslu nýs fjármagns til félagsins,“ segir í skýrslunni. Skúli Mogensen keypti sjálfur 10 prósent af heildarútgáfunni og svo virðist sem þátttaka Skúla hafi verið að fullu fjármögnuð með lántöku frá Arion banka.Wow air varð gjaldþrota í mars.Vísir/VilhelmGreiddi leigu fyrir íbúð Skúla Skiptastjórarnir hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Samkvæmt skýrslu Deloitte eru líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Eitt af dótturfélögum WOW hafi verið WOW air Ltd á Englandi. Skúli Mogensen var upphaflegur eigandi þess félags en félagið var framselt til WOW í september 2018. Starfsemi félagsins fólst aðallega í leigu á íbúð í London. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017 til úrskurðardags. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd vegna íbúðarinnar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins. Deloitte gerði athugasemdir við greiðslur WOW air til Títans, fjárfestingarfélags Skúla Mogensen, vegna sölu Títans á Cargo Express (CE) til WOW air um mitt síðasta ár. Samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins átti WOW air að greiða Títan þá upphæð 30. apríl 2019. Sama dag og arðgreiðslan barst, 6. febrúar 2019, greiddi WOW sömu fjárhæð til Títans, tæplega 3 mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og 7 vikum fyrir gjaldþrot. Þrotabúið hefur lýst yfir riftun á þessari greiðslu en Títan hefur hafnað riftuninni. Þá hafa skiptastjórar til skoðunar ýmis önnur viðskipti milli WOW air og Títans, þar á meðal háar þóknanir sem WOW greiddi Títan fyrir kauprétti að flugvélum. 1,1 milljarðs endurheimtur Við gjaldþrot WOW air námu lausar innistæður á óveðsettum bankareikningi félagsins um þremur milljónum króna en eftir innheimtu krafna nemur upphæðin 1,1 milljarði. Um er að ræða kröfur vegna sölu á losunarheimildum, afgreiðslutíma á Gatwick, og tryggingar vegna innkaupa félagsins auk sölu á ýmsum lausafjármunum.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. 16. ágúst 2019 19:30