Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:24 Andri Snær Magnason. Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“ Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“