Markið skoraði Alvaro Morata á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá fyrrum Tottenham-manninum Kieran Trippier en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum; eitt á hvort lið.
Atletico Madrid borgaði 126 milljónir evra fyrir Felix í sumar sem gera hann að þriðja dýrasti leikmanni knattspyrnusögunnar. Hann byrjar vel á Spáni ef litið er á tölfræði hans frá því í gær.
João Félix's LaLiga debut by numbers:
100% shot accuracy
100% take-ons completed
90% pass acc. in opp. half
4 fouls won
3 aerial duels won
2 take-ons
1 penalty won
1 interception
1 tackle
This kid is going to be special. pic.twitter.com/jRAaBQopgM
— Squawka Football (@Squawka) August 18, 2019
Hann spilaði fyrstu 66 mínútur leiksins og fiskaði eina vítaspyrnu. Öll hans skot fóru á markið og þegar hann reyndi að fara framhjá varnarmanni heppnaðist það í öll skiptin.
Sendingartölfræði hans úr leiknum er einnig mjög góð en 90% sendinga hans á helmingi Getafe fóru á samherja. Einnig fiskaði hann fjórar aukaspyrnur.
Eins og tölfræðiveitan Squawka segir frá á síðu sinni: „Þessi krakki verður sérstakur“. Alla tölfræðina hans má sjá í tístinu hér að ofan.