Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 15:28 Sigurður segir að stefna Evrópusambandsins sé að gera hvert ríki ábyrgt fyrir sinni eigin plastendurvinnslu og reiknar með því að takmarkanir verði settar á útflutning á plastúrgangi. Fréttablaðið/Sigtryggur Unnið er að því að sexfalda framleiðslugetu plastendurvinnslunnar Pure North Recycling í Hveragerði. Eftir stækkunina mun fyrirtækið hafa getu til þess að endurvinna allt endurvinnanlegt plast sem fellur til á Íslandi, að sögn Sigurðar Halldórssonar, framkvæmdarstjóra fyrirtækisins. Pure North Recycling, sem hóf plastendurvinnslu árið 2015, er eina fyrirtækið hér á landi sem endurvinnur plast að fullu. Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða síðan nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna, að sögn Sigurðar. „Til framtíðar erum við náttúrulega að horfa til þess að selja sem mest innanlands og þannig loka hringrásinni hérna heima,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir þörf vera fyrir stækkunina og að endurvinnslan sé búin að tryggja sér mikið hráefni til vinnslunnar frá fyrirtækjum, söfnunaraðilum og nokkrum sveitarfélögum.Sigurður Halldórsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.Eina plastendurvinnslan með afturvirkt kolefnisspor „Við erum í rauninni búin að þróa nýjar aðferðir sem eru óhefðbundnar við endurvinnslu á plasti, með því að nota jarðvarma í vinnsluna. Þannig erum við ekki að nota nein kemísk efni eða neitt slíkt, heldur bara gufu, vatn og rafmagn,“ segir Sigurður. Jarðgufan er að hans sögn notuð í endurvinnsluferlinu til að hita upp loftið sem þurrkar plastið eftir þvott og er affall gufunnar svo notað við þvottinn þegar hún þéttist. Pure North Recycling hefur látið ráðgjafafyrirtækið ReSource International gera úttekt á endurvinnsluferlinu og bera saman við kolefnissporið sem hlýst af sambærilegri vinnslu erlendis. Þær niðurstöður benda til þess lægra kolefnisspor hljótist að því að flytja inn plastúrgang frá Evrópu til endurvinnslu hjá Pure North Recycling en að flytja íslenskan úrgang út til Evrópu til endurnýtingar. „Við erum eina ríkið í heiminum sem getur verið með afturvirkt kolefnisspor á plastendurvinnslu,“ segir Sigurður jafnframt. „Menn geta í rauninni kolefnisjafnað búskapinn sinn eða hvað sem það svo sem er með endurvinnslu á plasti, þannig að það er algjör bylting.“ Flokka þarf betur plast frá heimilum Aðspurður segir Sigurður Pure North Recycling nú endurvinna ýmsar tegundir af plasti en að breytingar þurfi að eiga sér stað á flokkun plasts frá heimilum og fyrirtækjum til þess að þau geti tekið við neytendaumbúðum í meira mæli. „Við komum til með að taka það í svona lengri skrefum, við erum núna fyrst og fremst að horfa á þessa stærstu flokka, t.d. eins og heyrúlluplastið. Það eru einhver tvö þúsund tonn á ári sem fellur til af því sem við erum að endurvinna.“ „Svo höfum við verið að taka eitthvað af umbúðaplasti og þess háttar líka en það þarf að fara fram betri söfnun á því eða betri skil, þar sem þetta eru svo margir flokkar af plasti sem er verið að blanda saman. Það er svolítið vandamálið frá heimilum. Þannig að flokkun á heimilisplasti þarf að vera mun betri til þess að hægt sé að endurvinna allt.“ Miklar breytingar hafa orðið á plastmarkaði í kjölfar þess að Kína og fleiri ríki í Asíu hættu að taka við plastúrgangi frá Vesturlöndum. Telur Sigurður að þetta séu jákvæðar breytingar til lengri tíma litið: „Núna er ábyrgðin í rauninni komin á hverja þjóð fyrir sig. Menn geta ekki lengur sent þetta bara til Asíu og horft í hina áttina.“ Hveragerði Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Skotar hvattir til að taka sig á. 14. maí 2019 10:02 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Unnið er að því að sexfalda framleiðslugetu plastendurvinnslunnar Pure North Recycling í Hveragerði. Eftir stækkunina mun fyrirtækið hafa getu til þess að endurvinna allt endurvinnanlegt plast sem fellur til á Íslandi, að sögn Sigurðar Halldórssonar, framkvæmdarstjóra fyrirtækisins. Pure North Recycling, sem hóf plastendurvinnslu árið 2015, er eina fyrirtækið hér á landi sem endurvinnur plast að fullu. Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða síðan nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna, að sögn Sigurðar. „Til framtíðar erum við náttúrulega að horfa til þess að selja sem mest innanlands og þannig loka hringrásinni hérna heima,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir þörf vera fyrir stækkunina og að endurvinnslan sé búin að tryggja sér mikið hráefni til vinnslunnar frá fyrirtækjum, söfnunaraðilum og nokkrum sveitarfélögum.Sigurður Halldórsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.Eina plastendurvinnslan með afturvirkt kolefnisspor „Við erum í rauninni búin að þróa nýjar aðferðir sem eru óhefðbundnar við endurvinnslu á plasti, með því að nota jarðvarma í vinnsluna. Þannig erum við ekki að nota nein kemísk efni eða neitt slíkt, heldur bara gufu, vatn og rafmagn,“ segir Sigurður. Jarðgufan er að hans sögn notuð í endurvinnsluferlinu til að hita upp loftið sem þurrkar plastið eftir þvott og er affall gufunnar svo notað við þvottinn þegar hún þéttist. Pure North Recycling hefur látið ráðgjafafyrirtækið ReSource International gera úttekt á endurvinnsluferlinu og bera saman við kolefnissporið sem hlýst af sambærilegri vinnslu erlendis. Þær niðurstöður benda til þess lægra kolefnisspor hljótist að því að flytja inn plastúrgang frá Evrópu til endurvinnslu hjá Pure North Recycling en að flytja íslenskan úrgang út til Evrópu til endurnýtingar. „Við erum eina ríkið í heiminum sem getur verið með afturvirkt kolefnisspor á plastendurvinnslu,“ segir Sigurður jafnframt. „Menn geta í rauninni kolefnisjafnað búskapinn sinn eða hvað sem það svo sem er með endurvinnslu á plasti, þannig að það er algjör bylting.“ Flokka þarf betur plast frá heimilum Aðspurður segir Sigurður Pure North Recycling nú endurvinna ýmsar tegundir af plasti en að breytingar þurfi að eiga sér stað á flokkun plasts frá heimilum og fyrirtækjum til þess að þau geti tekið við neytendaumbúðum í meira mæli. „Við komum til með að taka það í svona lengri skrefum, við erum núna fyrst og fremst að horfa á þessa stærstu flokka, t.d. eins og heyrúlluplastið. Það eru einhver tvö þúsund tonn á ári sem fellur til af því sem við erum að endurvinna.“ „Svo höfum við verið að taka eitthvað af umbúðaplasti og þess háttar líka en það þarf að fara fram betri söfnun á því eða betri skil, þar sem þetta eru svo margir flokkar af plasti sem er verið að blanda saman. Það er svolítið vandamálið frá heimilum. Þannig að flokkun á heimilisplasti þarf að vera mun betri til þess að hægt sé að endurvinna allt.“ Miklar breytingar hafa orðið á plastmarkaði í kjölfar þess að Kína og fleiri ríki í Asíu hættu að taka við plastúrgangi frá Vesturlöndum. Telur Sigurður að þetta séu jákvæðar breytingar til lengri tíma litið: „Núna er ábyrgðin í rauninni komin á hverja þjóð fyrir sig. Menn geta ekki lengur sent þetta bara til Asíu og horft í hina áttina.“
Hveragerði Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Skotar hvattir til að taka sig á. 14. maí 2019 10:02 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15