Fólk nýti aðra daga en frídaginn til innkaupa Sighvatur@frettabladid.is skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR FBL/Sigtryggur Ari „Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
„Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun