Spænski miðillinn, Sport, greinir frá því í morgun að Barcelona og PSG séu komin nærri því að ná samkomulagi en það samkomulag feli í sér lánssamning Neymar til Spánar.
— 'Neymar Loan' [sport] pic.twitter.com/CJfBYYAX53
— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 4, 2019
Fyrsta tímabilið myndi Neymar spila á láni og svo næsta sumar myndi félagið borga fyrir Neymar en Barcelona hefur eytt rosalegum fjárhæðum í sumar, þar af 120 milljónum evra í Antoine Griezmann.
Börsungar eru einnig taldir vera reiðubúnir að senda miðjumanninn, Ivan Rakitic, í hina áttina til þess að lækka 300 milljóna evra verðmiðann sem er á Neymar.