„Leið eins og ég myndi fara að gráta á 18. holu en tárin komu ekki“ | Sjáðu sigurpútt Shibuno á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2019 22:45 Shibuno sló eftirminnilega í gegn á Opna breska. vísir/getty Hinako Shibuno, tvítugur Japani, kom öllum á óvart með því að vinna Opna breska meistaramótið í golfi. Fyrir Opna breska vissu fáir hver Shibuno var enda hafði hún aldrei áður keppt á risamóti. Hún hafði ekki einu keppt utan Japans. Reynsluleysið kom hins vegar ekki að sök á Woburn-vellinum um helgina. Shibuno tryggði sér sigurinn þegar hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði höggið geigað hefði hún mætt Lizette Salas frá Bandaríkjunum í bráðabana um sigurinn á Opna breska. Sigurpútt Shibunos má sjá hér fyrir neðan.BANG Hinako Shibuno, " The Smiling Cinderella" drills the back of the cup for birdie to win the 2019 @AIGWBO!pic.twitter.com/2TztfpPT0p — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 „Mér líður enn eins og ég sé að fara að æla. Ég var mjög stressuð á fyrri níu holunum en það lagaðist á seinni níu,“ sagði Shibuno eftir mótið. Hún fékk fimm fugla á seinni níu holunum. Í gær voru þeir sex. Shibuno lék samtals á 18 höggum undir pari og var einu höggi á undan Salas. „Mér leið eins og ég myndi fara að gráta á 18. holu en tárin komu ekki. Það er taugatrekkjandi að keppa á svona móti en ég ætlaði líka að njóta þess,“ sagði sú japanska. Óhætt er að Shibuno hafi notið þess að keppa á Opna breska. Hún heillaði alla upp úr skónum með glaðlegri framkomu og breiðu brosi. Á síðustu tveimur holunum hló hún og grínaðist með kylfusveini sínum og borðaði sælgæti. Stressið var ekki meira en það hjá Shibuno sem hefur fengið viðurnefnið „brosandi Öskubuskan“. Fyrir sigurinn á Opna breska fékk Shibuno 675.000 Bandaríkjadala, eða rúmar 83 milljónir íslenskra króna.Check out the final round highlights from the thrilling @AIGWBO where Hinako Shibuno came out of nowhere to win our fifth and final major of the season! Watch >> pic.twitter.com/xLmeCqdC9b — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Golf Tengdar fréttir Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Hinako Shibuno vann sigur á Opna breska meistaramótinu sem var fyrsta mótið sem hún keppir á utan Japans. 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinako Shibuno, tvítugur Japani, kom öllum á óvart með því að vinna Opna breska meistaramótið í golfi. Fyrir Opna breska vissu fáir hver Shibuno var enda hafði hún aldrei áður keppt á risamóti. Hún hafði ekki einu keppt utan Japans. Reynsluleysið kom hins vegar ekki að sök á Woburn-vellinum um helgina. Shibuno tryggði sér sigurinn þegar hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði höggið geigað hefði hún mætt Lizette Salas frá Bandaríkjunum í bráðabana um sigurinn á Opna breska. Sigurpútt Shibunos má sjá hér fyrir neðan.BANG Hinako Shibuno, " The Smiling Cinderella" drills the back of the cup for birdie to win the 2019 @AIGWBO!pic.twitter.com/2TztfpPT0p — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 „Mér líður enn eins og ég sé að fara að æla. Ég var mjög stressuð á fyrri níu holunum en það lagaðist á seinni níu,“ sagði Shibuno eftir mótið. Hún fékk fimm fugla á seinni níu holunum. Í gær voru þeir sex. Shibuno lék samtals á 18 höggum undir pari og var einu höggi á undan Salas. „Mér leið eins og ég myndi fara að gráta á 18. holu en tárin komu ekki. Það er taugatrekkjandi að keppa á svona móti en ég ætlaði líka að njóta þess,“ sagði sú japanska. Óhætt er að Shibuno hafi notið þess að keppa á Opna breska. Hún heillaði alla upp úr skónum með glaðlegri framkomu og breiðu brosi. Á síðustu tveimur holunum hló hún og grínaðist með kylfusveini sínum og borðaði sælgæti. Stressið var ekki meira en það hjá Shibuno sem hefur fengið viðurnefnið „brosandi Öskubuskan“. Fyrir sigurinn á Opna breska fékk Shibuno 675.000 Bandaríkjadala, eða rúmar 83 milljónir íslenskra króna.Check out the final round highlights from the thrilling @AIGWBO where Hinako Shibuno came out of nowhere to win our fifth and final major of the season! Watch >> pic.twitter.com/xLmeCqdC9b — LPGA (@LPGA) August 4, 2019
Golf Tengdar fréttir Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Hinako Shibuno vann sigur á Opna breska meistaramótinu sem var fyrsta mótið sem hún keppir á utan Japans. 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Hinako Shibuno vann sigur á Opna breska meistaramótinu sem var fyrsta mótið sem hún keppir á utan Japans. 4. ágúst 2019 18:15
Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14