Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2019 19:15 Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira