Vill að kynfaðir sinn verði sóttur til saka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 23:22 Jess Philips, þingmaður, segir Vicky eiga að vera skilgreinda sem þolandi í kynferðisbroti sem móðir hennar varð fyrir. Vísir/Getty Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu. Bretland England Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu.
Bretland England Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira