Guardiola heldur áfram að sanka að sér titlum á Englandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2019 11:00 Leikmenn Manchester City fagna titlinum um helgina, Getty/Charlotte Wilson Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti