Ólafía Þórunn breytti plönunum sínum og verður með á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty/Jorge Lemus Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira