Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu stjórnanda HönnunarMars, stærstu hönnunarhátíðar landsins en Hönnunarmiðstöð Íslands skipuleggur hátíðina.
Þórey hefur starfað sem framkvæmdastjóri, verkefnastjóri og framleiðandi og er með víðtæka alþjóðlega reynslu af rekstri, viðburðum, leikhúsi og sjónvarpi. Nú síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar RIFF.
HönnunarMars 2020 fer fram í tólfta sinn dagana 25.-29 mars.
Þórey hóf störf 1. ágúst síðastliðinn og tekur við af Ástþóri Helgasyni.
Þórey Einarsdóttir nýr stjórnandi HönnunarMars

Tengdar fréttir

Bíó breytir heiminum
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í 15. sinn í ár dagana 27. september til 7. október. Fjöldi erlendra fjölmiðla og fólks úr kvikmyndabransanum leggur leið sína til Íslands á hátíðina ásamt fjölda annarra gesta.

„Mikil gróska og kraftur er í faginu“
Alls voru 370 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2019.

Suðupottur hönnunar í borginni
HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert.