Dæmisaga Bjarni Karlsson skrifar 7. ágúst 2019 07:45 Fyrir nokkrum árum heyrði ég sögu sem ég finn hvergi á prenti en þykist vita að sé eftir hinn merka indverska hagfræðing og Nóbelsverðlaunahafa Amartya Sen. Hún fjallar um gildi þess að ráða sér sjálfur: Maður nokkur vaknaði einn í húsi sínu því að maki hans og börn voru í burtu. Þá sagði hann við sjálfan sig: Nú tilkynni ég mig veikan í vinnunni, dreg fyrir alla glugga, hef ekki samband við nokkurn mann og nýt þess að vera einn heima í allan dag. Á morgun fer ég til vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Sem hann gengur fram í eldhús að sækja sér kaffi og gera þessar ráðstafanir rekur hann augun í lítinn gulan miða á útidyramottunni sem settur hefur verið inn um bréfalúguna. Hann tekur upp miðann og sér þar nafn sitt skráð með eftirfarandi skilaboðum: Í dag skalt þú tilkynna þig veikan í vinnunni, draga fyrir alla glugga og ekki hafa samband við nokkurn mann. Á morgun mætir þú svo aftur til vinnu eins og venjulega. Ef þú gerir þetta fer allt vel. Annars sérð þú fjölskyldu þína aldrei framar. Hver er munurinn á kjörum mannsins í þessu ljósi? spyr sögumaður. Er hann ekki bara heppinn að geta áhyggjulaus notið dagsins nákvæmlega eins og til stóð? Auk þess þarf hann nú ekki að hafa slæma samvisku af því að ljúga sig veikan. Nei, við finnum að þannig er það ekki. Í stað þess að hafa með sjálfan sig að gera er maðurinn valdsviptur og það sem vera átti ósvífin og endurnærandi hvíld verður óttaleg bið án sjálfsforræðis. Í dæmisögunni er maðurinn settur í þá skelfilegu stöðu að vera annaðhvort sviptur sjálfsforræði sínu eða nánustu ástvinum. En þetta tvennt, persónulegur atbeini og örugg tengsl, er það sem gefur lífi okkar tilgang. Án annars verður hitt ekki fullnægjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Fyrir nokkrum árum heyrði ég sögu sem ég finn hvergi á prenti en þykist vita að sé eftir hinn merka indverska hagfræðing og Nóbelsverðlaunahafa Amartya Sen. Hún fjallar um gildi þess að ráða sér sjálfur: Maður nokkur vaknaði einn í húsi sínu því að maki hans og börn voru í burtu. Þá sagði hann við sjálfan sig: Nú tilkynni ég mig veikan í vinnunni, dreg fyrir alla glugga, hef ekki samband við nokkurn mann og nýt þess að vera einn heima í allan dag. Á morgun fer ég til vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Sem hann gengur fram í eldhús að sækja sér kaffi og gera þessar ráðstafanir rekur hann augun í lítinn gulan miða á útidyramottunni sem settur hefur verið inn um bréfalúguna. Hann tekur upp miðann og sér þar nafn sitt skráð með eftirfarandi skilaboðum: Í dag skalt þú tilkynna þig veikan í vinnunni, draga fyrir alla glugga og ekki hafa samband við nokkurn mann. Á morgun mætir þú svo aftur til vinnu eins og venjulega. Ef þú gerir þetta fer allt vel. Annars sérð þú fjölskyldu þína aldrei framar. Hver er munurinn á kjörum mannsins í þessu ljósi? spyr sögumaður. Er hann ekki bara heppinn að geta áhyggjulaus notið dagsins nákvæmlega eins og til stóð? Auk þess þarf hann nú ekki að hafa slæma samvisku af því að ljúga sig veikan. Nei, við finnum að þannig er það ekki. Í stað þess að hafa með sjálfan sig að gera er maðurinn valdsviptur og það sem vera átti ósvífin og endurnærandi hvíld verður óttaleg bið án sjálfsforræðis. Í dæmisögunni er maðurinn settur í þá skelfilegu stöðu að vera annaðhvort sviptur sjálfsforræði sínu eða nánustu ástvinum. En þetta tvennt, persónulegur atbeini og örugg tengsl, er það sem gefur lífi okkar tilgang. Án annars verður hitt ekki fullnægjandi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun