Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims koma allar úr tennis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 17:45 Fjórða árið í röð er Williams tekjuhæsta íþróttakona heims. vísir/getty Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m
Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00