Bannað að leka mörkum Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 16:30 Aaron Wan-Bissaka mun leysa hægri bakvörðinn hjá Manchester liðinu. Getty/Matthew Ashton Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái ekki á sig mark. Varnarlínan telur nú heila 14 leikmenn sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Það eru svo margar íslenskar nýkrónur að það er varla hægt Enda þarf að stoppa í götin. Varnarleikur liðsins í fyrra var oft á tíðum ansi spaugilegur og hélt David de Gea markinu hreinu aðeins sjö sinnum. Það er það sama og Brighton og Southampton. Reyndar var það þannig að aðeins Fulham og Huddersfield héldu markinu sínu sjaldnar hreinu á síðasta tímabili. Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka eru komnir inn og er vonast eftir því að Maguire og Victor Lindelof myndi nýtt miðvarðapar sem stuðningsmenn geti verið stoltir af. Það er eins og það sé ansi langt síðan Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru saman til að stöðva sóknarmenn andstæðinganna. Luke Shaw verður væntanlega vinstri bakvörður og er því varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik eða um 200 milljónir punda. Þess má geta að varnarlína Liverpool kostaði 143 milljónir punda í fyrra. Munar þar ansi miklu að Joel Matip kom ókeypis og Trent Alexander-Arnold er uppalinn. Eric Bailly er meiddur og verður lengi frá en það er nóg af mönnum til að taka sæti hans á bekknum sé litið yfir leikmannahópinn. Gallinn er að þar er enginn gæðaleikmaður sem kemur inn. Phil Jones, Marcos Rojo og Chris Smalling eru ekki leikmenn sem stuðningsmenn vilja sjá. Þegar blaðið fór í prentun í gær var Manchester-liðið ekki búið að losa sig við neinn varnarmann og því munu 14 leikmenn berjast um fjögur byrjunarliðssæti – sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái ekki á sig mark. Varnarlínan telur nú heila 14 leikmenn sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Það eru svo margar íslenskar nýkrónur að það er varla hægt Enda þarf að stoppa í götin. Varnarleikur liðsins í fyrra var oft á tíðum ansi spaugilegur og hélt David de Gea markinu hreinu aðeins sjö sinnum. Það er það sama og Brighton og Southampton. Reyndar var það þannig að aðeins Fulham og Huddersfield héldu markinu sínu sjaldnar hreinu á síðasta tímabili. Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka eru komnir inn og er vonast eftir því að Maguire og Victor Lindelof myndi nýtt miðvarðapar sem stuðningsmenn geti verið stoltir af. Það er eins og það sé ansi langt síðan Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru saman til að stöðva sóknarmenn andstæðinganna. Luke Shaw verður væntanlega vinstri bakvörður og er því varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik eða um 200 milljónir punda. Þess má geta að varnarlína Liverpool kostaði 143 milljónir punda í fyrra. Munar þar ansi miklu að Joel Matip kom ókeypis og Trent Alexander-Arnold er uppalinn. Eric Bailly er meiddur og verður lengi frá en það er nóg af mönnum til að taka sæti hans á bekknum sé litið yfir leikmannahópinn. Gallinn er að þar er enginn gæðaleikmaður sem kemur inn. Phil Jones, Marcos Rojo og Chris Smalling eru ekki leikmenn sem stuðningsmenn vilja sjá. Þegar blaðið fór í prentun í gær var Manchester-liðið ekki búið að losa sig við neinn varnarmann og því munu 14 leikmenn berjast um fjögur byrjunarliðssæti – sem kostuðu félagið 323 milljónir punda.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira