Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 10:13 Ekki virtist fara sérlega vel á með Johnson og Sturgeon við ráðherrabústaðinn í Edinborg í gær. Vísir/EPA Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00
Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46