„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 11:39 Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. Vísir/Stefán Á haustmánuðum kemur út bókin Hannes – portrett af áróðursmanni sem er eins konar blaðamennskubók um háskólaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, er höfundur bókarinnar en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Bókin er ekki skrifuð í samráði við Hannes. „Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum,“ segir Karl Th. Karl hefur áður gefið út bókina Hinir ósnertanlegu – saga um auð, völd og spillingu sem fjallar um Engeyingaættina og meðal annars Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Á vefsíðu Herðubreiðar segir Karl um umfjöllunarefni bókarinnar: „Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja.“ Karl tekur það skýrt fram að ekki sé um að ræða eiginlega ævisögu Hannesar heldur „blaðamennskubók“ eins og tíðkist víða, ekki síst í Bandaríkjunum.Hannes – portrett af áróðursmanni er þrjú hundruð blaðsíðna bók. „Og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut“. Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Á haustmánuðum kemur út bókin Hannes – portrett af áróðursmanni sem er eins konar blaðamennskubók um háskólaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, er höfundur bókarinnar en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Bókin er ekki skrifuð í samráði við Hannes. „Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum,“ segir Karl Th. Karl hefur áður gefið út bókina Hinir ósnertanlegu – saga um auð, völd og spillingu sem fjallar um Engeyingaættina og meðal annars Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Á vefsíðu Herðubreiðar segir Karl um umfjöllunarefni bókarinnar: „Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja.“ Karl tekur það skýrt fram að ekki sé um að ræða eiginlega ævisögu Hannesar heldur „blaðamennskubók“ eins og tíðkist víða, ekki síst í Bandaríkjunum.Hannes – portrett af áróðursmanni er þrjú hundruð blaðsíðna bók. „Og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut“.
Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30
Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30
Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42