Gleymdi vegabréfinu sínu og 40 kylfingar fengu ekki kylfurnar sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 12:00 Lexi Thompson með kylfusveininum sínum sem þurfti að sækja vegabréfið. Getty/Stuart Franklin Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson er ekki sú vinsælasta meðal kylfinganna sem eru að fara að keppa á Opna breska risamóti kvenna í golfi í þessari viku. Það er nefnilega Lexi Thompson að kenna að fjörutíu þeirra misstu af mikilvægum æfingahring á mánudaginn. Flestir kylfingarnir á Opna breska meistaramótinu eru að keppa á risamótum tvær vikur í röð því á sunnudaginn lauk keppni á Evian risamótinu í Frakklandi. Kylfingarnir sjálfir flugu til Englands en það var fengin sendiferðabíll til að flytja golfpokana, kylfurnar og allan farangur keppendanna.Lexi Thompson’s lost passport costs nearly 40 golfers a Women’s British Open practice round https://t.co/MBYvRz9aWW — Post Sports (@PostSports) July 30, 2019Þegar Lexi Thompson mætti út á flugvelli í Genf þá áttaði hún sig á því að hún var ekki með vegabréfið sitt. Hún hafði sett vegabréfið í töskuna sem var í sendiferðabílnum. Ian Wright, fyrrum kylfusveinn Seve Ballesteros heitins, fékk það verkefni að keyra bílnum en ferðalagið átti að taka tólf tíma. Það átti hins vegar eftir að breytast. Þegar hann var búinn að keyra í 45 mínútur frá Genf þá fékk hann símtal um að stoppa svo að kylfusveinn Lexi Thompson gæti komið til hans og náð í vegabréfð hennar. Það tók sinn tíma að finna tösku Lexi Thompson og í samtali við Golf Channel sagðist Ian Wright hafa þurft að taka næstum því helminginn af öllum töskunum út. Bílinn var troðinn af töskum. Ian Wright var allt annað en sáttur. Umboðsmaður Lexi Thompson afsakaði sína konu. „Þetta voru mistök og hún gat aldrei vitað að þau hefðu svona miklar afleiðingar fyrir alla hina kylfinganna,“ sagði Bobby Kreusler, umboðsmaður Lexi Thompson. Já vandræði Ian Wright voru nefnilega rétt að byrja þegar hann var loksins búinn að finna vegabréfið og koma töskunum aftur inn í bílinn. Hann keyrði alla nóttina en missti samt af ferjunni yfir til Englands. Þegar hann komst loksins yfir Ermarsundið daginn eftir þá lenti hann í morgunumferðinni í kringum London. Hann komst loksins á staðinn klukkan fimm. Þá voru mótshaldarar búnir að loka vellinum og kylfingarnir 40 sem voru með kylfurnar sínar í bílnum gátu því ekki spilað völlinn í gær. Það væri síðan eftir öllu að Lexi Thompson myndi síðan vinna Opna breska mótið í ár. Þessi 24 ára Flórída stelpa hefur unnið eitt risamóti (ANA Inspiration 2014) en hefur best náð áttunda sæti á Opna breska en það var árið 2016. Lexi missti af niðurskurðinum á Evian mótinu. Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson er ekki sú vinsælasta meðal kylfinganna sem eru að fara að keppa á Opna breska risamóti kvenna í golfi í þessari viku. Það er nefnilega Lexi Thompson að kenna að fjörutíu þeirra misstu af mikilvægum æfingahring á mánudaginn. Flestir kylfingarnir á Opna breska meistaramótinu eru að keppa á risamótum tvær vikur í röð því á sunnudaginn lauk keppni á Evian risamótinu í Frakklandi. Kylfingarnir sjálfir flugu til Englands en það var fengin sendiferðabíll til að flytja golfpokana, kylfurnar og allan farangur keppendanna.Lexi Thompson’s lost passport costs nearly 40 golfers a Women’s British Open practice round https://t.co/MBYvRz9aWW — Post Sports (@PostSports) July 30, 2019Þegar Lexi Thompson mætti út á flugvelli í Genf þá áttaði hún sig á því að hún var ekki með vegabréfið sitt. Hún hafði sett vegabréfið í töskuna sem var í sendiferðabílnum. Ian Wright, fyrrum kylfusveinn Seve Ballesteros heitins, fékk það verkefni að keyra bílnum en ferðalagið átti að taka tólf tíma. Það átti hins vegar eftir að breytast. Þegar hann var búinn að keyra í 45 mínútur frá Genf þá fékk hann símtal um að stoppa svo að kylfusveinn Lexi Thompson gæti komið til hans og náð í vegabréfð hennar. Það tók sinn tíma að finna tösku Lexi Thompson og í samtali við Golf Channel sagðist Ian Wright hafa þurft að taka næstum því helminginn af öllum töskunum út. Bílinn var troðinn af töskum. Ian Wright var allt annað en sáttur. Umboðsmaður Lexi Thompson afsakaði sína konu. „Þetta voru mistök og hún gat aldrei vitað að þau hefðu svona miklar afleiðingar fyrir alla hina kylfinganna,“ sagði Bobby Kreusler, umboðsmaður Lexi Thompson. Já vandræði Ian Wright voru nefnilega rétt að byrja þegar hann var loksins búinn að finna vegabréfið og koma töskunum aftur inn í bílinn. Hann keyrði alla nóttina en missti samt af ferjunni yfir til Englands. Þegar hann komst loksins yfir Ermarsundið daginn eftir þá lenti hann í morgunumferðinni í kringum London. Hann komst loksins á staðinn klukkan fimm. Þá voru mótshaldarar búnir að loka vellinum og kylfingarnir 40 sem voru með kylfurnar sínar í bílnum gátu því ekki spilað völlinn í gær. Það væri síðan eftir öllu að Lexi Thompson myndi síðan vinna Opna breska mótið í ár. Þessi 24 ára Flórída stelpa hefur unnið eitt risamóti (ANA Inspiration 2014) en hefur best náð áttunda sæti á Opna breska en það var árið 2016. Lexi missti af niðurskurðinum á Evian mótinu.
Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira