Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 08:31 Frá vettvangi í Hafnarfirði um klukkan 8 í morgun. Vísir/Jói K. Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“ Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20