Náttúrufræðistofnun ætlar að kanna steingervinga við Hvalá eftir helgi Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Ein af myndunum sem teknar voru af trjáholunum á framkvæmdasvæðinu. Ófeig Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ætla norður á Strandir eftir helgi til að kanna betur svæði þar sem náttúruverndarsamtökin Ófeig segjast hafa fundið steingervinga. Forstjóri stofnunarinnar segir ljóst af myndum sem náttúruverndarsamtökin sendu að um steingervinga sé að ræða og skýrt sé í náttúruverndarlögum að ekki má hrófla við þeim. Í vikunni sendu samtökin Náttúrufræðistofnun beiðni til Náttúrufræðistofnunar að rannsaka steingervinga sem heimamenn í Árneshreppi fundu á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði við Strandarfjöll vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir jarðfræðinga stofnunarinnar hafa farið yfir málið og ákveðið hafi verið að fara á staðinn eftir helgi og kanna þessa steingervinga betur. Meðan ekki er vitað um nákvæma staðsetningu þeirra og umfang getur Jón Gunnar lítið tjá sig um hvort þetta komi til með að hafa áhrif á framkvæmdir Vesturverks á svæðinu.Hér má sjá mynd af steingervingi sem náttúruverndarsamtökin tóku mynd af.Ófeig„Það er alveg skýrt í náttúruverndarlögum að það má ekki hrófla við steingervingum. En á meðan ég veit ekki staðsetningu eða umfang get ég lítið sagt,“ segir Jón Gunnar. Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í náttúruverndarsamtökunum og jarðfræðingur, tjáði sig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, en hann sagði ótækt að framkvæmdir á svæðinu raski steingervingum án þess að Náttúrufræðistofnunin fái tækifæri til að rannsaka þá. Sagði Snæbjörn að um væri að ræða svokallaðar trjáholur. „Heimamenn hafa vitað af þessu og bent okkur á svokallaðar trjáholur, sem eru för eftir trjáboli, þegar svæðið var virkt fyrir tíu milljónum ára þá runnu þarna hraun og þarna hefur hraun runnið yfir fórnan skóg og hulið trjábolina sem síðan hafa eyðst og þeir skilið eftir holrými í hrauninu.“ Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, segir í samtali við vef Bæjarins besta í dag að hann eigi ekki von á að þessi steingervingafundur muni trufla framkvæmdir við vegagerð í sumar.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira