Axel Bóasson og Ragnhildur Kristinsdóttir eru í forystu á KPMG golfinu fyrir lokahringinn.
KPMG mótið er fjórða mótið á mótaröð bestu kylfinga landsins og þar er keppt um Hvaleyrarbikarinn.
Axel hefur leikið mjög vel á mótinu og er samtals á sjö höggum undir pari eftir tvo hringinn. Ólafur Björn Loftsson er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari og er Axel því í vænlegri stöðu fyrir lokahringinn.
Ragnhildur er með þriggja högga forystu á Huldu Clöru Gestsdóttur og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Ragnhildur er á fjórum höggum yfir pari en Hulda og Guðrún Brá á sjö höggum yfir pari.

