Íslensku landsliðshestarnir eru allir við hestaheilsu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 22:08 Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr. Hestar Ölfus Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr.
Hestar Ölfus Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira