Kona sprengdi sig upp við sjúkrahús í Pakistan Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 09:56 Starfsmenn sjúkrahússins skoða sig um þar sem kona sprengdi sig í loft upp í dag. Vísir/AP Sjö manns létust og þrjátíu til viðbótar særðust þegar kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við sjúkrahús í Pakistan í dag. Sprengingin varð þegar sjúkraflutningamenn komu með fórnarlömb skotárásar á lögreglumenn á sjúkrahúsið. Yfirvöld telja að um skipulagt hryðjuverk talibana hafi verið að ræða. Fyrst hófu byssumenn á bifhjóli skothríð á lögreglumenn í íbúðarhverfi í borginni Dera Ismail Khan og felldu tvo þeirra. Konan sprengdi sig svo í loft upp við inngang sjúkrahússins þangað sem lögreglumenn sem særðust voru fluttir. Fjórir lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar sem voru að heimsækja ástvini létust í sjálfsmorðssprengingunni. Átta lögreglumenn eru sagðir á meðal þeirra særðu en margir þeirra eru þungt haldnir. Bráðamóttaka sjúkrahússins skemmdist í sprengingunni og þurfti að loka henni. Fórnarlömbin voru þá flutt á hersjúkrahús, að sögn AP-fréttastofunnar. Talibanar hafa lýst ábyrgð á ódæðinu en þeir hafa staðið fyrir fjölda slíkra árása í landinu í vel á annan áratug. Sjaldgæft er að konur fremji sjálfsmorðsárásir sem þessar. Pakistan Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Sjö manns létust og þrjátíu til viðbótar særðust þegar kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við sjúkrahús í Pakistan í dag. Sprengingin varð þegar sjúkraflutningamenn komu með fórnarlömb skotárásar á lögreglumenn á sjúkrahúsið. Yfirvöld telja að um skipulagt hryðjuverk talibana hafi verið að ræða. Fyrst hófu byssumenn á bifhjóli skothríð á lögreglumenn í íbúðarhverfi í borginni Dera Ismail Khan og felldu tvo þeirra. Konan sprengdi sig svo í loft upp við inngang sjúkrahússins þangað sem lögreglumenn sem særðust voru fluttir. Fjórir lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar sem voru að heimsækja ástvini létust í sjálfsmorðssprengingunni. Átta lögreglumenn eru sagðir á meðal þeirra særðu en margir þeirra eru þungt haldnir. Bráðamóttaka sjúkrahússins skemmdist í sprengingunni og þurfti að loka henni. Fórnarlömbin voru þá flutt á hersjúkrahús, að sögn AP-fréttastofunnar. Talibanar hafa lýst ábyrgð á ódæðinu en þeir hafa staðið fyrir fjölda slíkra árása í landinu í vel á annan áratug. Sjaldgæft er að konur fremji sjálfsmorðsárásir sem þessar.
Pakistan Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira