Mikil ánægja með ævintýrasiglingu um Breiðafjörðinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2019 19:15 Farþegar fá að sjá mikið af fallegum fuglum í siglingunni, m.a. Lunda. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil ánægja er hjá þeim sem fara í ævintýrasiglingu um Breiðafjörðinn þar sem toppurinn á siglingunni er VikingSuhsi, sem er sjávarfang veitt beint upp úr sjónum, sem ferðamenn borða. Það er báturinn Særún, sem siglir með ferðamenn frá Stykkishólmi um Breiðafjörðinn allt árið um kring. Á sumrin eru tvær ferðir á dag en ferðin tekur rúmlega tvær klukkustundir. Á leiðinni fá gestir áhugaverðan fróðleik um eyjar Breiðafjarðar, söguslóðir eru heimsóttar, fuglabjörg skoðuð og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur kannaðir. Svæðið iðar af fuglalífi og þá má meðal annars sjá toppskarfa, lunda, ritur, kríur og fýla. Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn að fara í þessa ferð. „Þetta er svona toppurinn hér á nesinu að mínu mati, að koma hér og sigla um eyjarnar, það er svo gott sjólag hérna, mikið skjól, já, bara mjög skemmtilegt“, segir Leifur Harðarson, skipstjóri.Farþegar, sem fara með Særúnu um Breiðafjörðinn eru mjög hrifnir og eru duglegir að taka ljósmyndir af því sem fyrir augum ber.Magnús HlynurLeifur segir að útlendingar úr öllum heiminum komi í ævintýrasiglingar og þeir séu alltaf jafn ánægðir, líkt og þeir Íslendingar, sem koma í ferðina. „Það er mjög sjaldan, nánast aldrei sem maður sér einhvern ganga hér frá borði ekki sáttur, það er bara hreinskilið svar“. Toppurinn á siglingunni þegar skelfiskur er veiddur og snæddur beint úr hafinu ásamt ígulkerahrognum og fleiru góðu sjávarfangi. Mikil ánægja er hjá farþegum sem fara í siglinguna. „Já, þetta er mjög skemmtilegt, maður er eins og túristi í eigin landi“, segir Birna Haraldsdóttir, ein af ánægðu farþegunum Eimskip sér um rekstur Særúnar og Baldurs í Stykkishólmi en í kringum þessi tvö skip vinna á milli 40 og 50 manns. Ferðamennska á Íslandi Stykkishólmur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Mikil ánægja er hjá þeim sem fara í ævintýrasiglingu um Breiðafjörðinn þar sem toppurinn á siglingunni er VikingSuhsi, sem er sjávarfang veitt beint upp úr sjónum, sem ferðamenn borða. Það er báturinn Særún, sem siglir með ferðamenn frá Stykkishólmi um Breiðafjörðinn allt árið um kring. Á sumrin eru tvær ferðir á dag en ferðin tekur rúmlega tvær klukkustundir. Á leiðinni fá gestir áhugaverðan fróðleik um eyjar Breiðafjarðar, söguslóðir eru heimsóttar, fuglabjörg skoðuð og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur kannaðir. Svæðið iðar af fuglalífi og þá má meðal annars sjá toppskarfa, lunda, ritur, kríur og fýla. Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn að fara í þessa ferð. „Þetta er svona toppurinn hér á nesinu að mínu mati, að koma hér og sigla um eyjarnar, það er svo gott sjólag hérna, mikið skjól, já, bara mjög skemmtilegt“, segir Leifur Harðarson, skipstjóri.Farþegar, sem fara með Særúnu um Breiðafjörðinn eru mjög hrifnir og eru duglegir að taka ljósmyndir af því sem fyrir augum ber.Magnús HlynurLeifur segir að útlendingar úr öllum heiminum komi í ævintýrasiglingar og þeir séu alltaf jafn ánægðir, líkt og þeir Íslendingar, sem koma í ferðina. „Það er mjög sjaldan, nánast aldrei sem maður sér einhvern ganga hér frá borði ekki sáttur, það er bara hreinskilið svar“. Toppurinn á siglingunni þegar skelfiskur er veiddur og snæddur beint úr hafinu ásamt ígulkerahrognum og fleiru góðu sjávarfangi. Mikil ánægja er hjá farþegum sem fara í siglinguna. „Já, þetta er mjög skemmtilegt, maður er eins og túristi í eigin landi“, segir Birna Haraldsdóttir, ein af ánægðu farþegunum Eimskip sér um rekstur Særúnar og Baldurs í Stykkishólmi en í kringum þessi tvö skip vinna á milli 40 og 50 manns.
Ferðamennska á Íslandi Stykkishólmur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira