„Tapaði“ meira en 86 milljónum króna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 23:15 Það gekk ekkert upp hjá J. B. Holmes á lokadeginum. AP/Matt Dunham J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum. Golf Opna breska Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum.
Golf Opna breska Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira