Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:49 Skjáskot úr myndböndum sem tekin voru upp á lestarstöðinni í gær. Skjáskot/Twitter Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins. Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins.
Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58
Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22