Reyna að bjarga togaranum Orlik í Njarðvíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:37 Togarinn Orlik hefur legið við höfn í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Hér sést Orlik úr lofti fyrir miðju á mynd. Vísir/Vilhelm Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm Reykjanesbær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm
Reykjanesbær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira