Áttfætlan langleggur fannst óvænt í Surtsey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:45 Áttfætlan langleggur fannst í Surtsey í síðustu viku. erling ólafsson Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar. Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar.
Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira