Ísrael rífur niður palestínsk heimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 17:52 Ísraelskar öryggissveitir rífa niður hús í austurhluta Jerúsalem. getty/Wisam Hashlamoun Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00