Hundruð þúsunda á vergangi vegna flóða í Bangladess Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:59 Hjúkrunarfræðingur hugar að manni með beinbrunasótt í höfuðborginni Dhaka. Fimm manns hafa látist af völdum sjúkdómsins þar á árinu. Vísir/EPA Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal. Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal.
Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48
Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45