Íslendingaliðið Start vann sinn þriðja leik í röð í norsku B-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Sogndal, 0-1, á útivelli í dag.
Start er í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, fimm stigum frá Sandefjord sem er í 2. sætinu. Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina. Liðin í sætum 3-6 fara í umspil um síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni.
Eina mark leiksins kom eftir klukkutíma og var sjálfsmark leikmanns Sogndal.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start í dag og lék allan leikinn á vinstri kantinum. Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann fer til KR eftir leik Start og Ull/Kisa á sunnudaginn.
Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og Skagamaðurinn virðist vera búinn að koma liðinu á beinu brautina.
