Tveir hjólreiðamenn reknir úr Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Luke Rowe, til hægri, var rekinn út keppninni í gær. EPA/MARCO BERTORELLO Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira