Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 13:07 Johnson mætti í fyrsta skipti sem forsætisráðherra í þingið í morgun. Vísir/EPA Nýr forsætisráðherra Bretlands gerði fulltrúum Evrópusambandsins ljós fyrir þeirri afstöðu sinni að fellda þyrfti írsku baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi þeirra ef samkomulag á að nást um forsendur útgöngunnar. Fulltrúar sambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðræðu um breytingar á baktryggingunni. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. Baktryggingin svonefnda er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn. Harðlínumönnum í Íhaldsflokknum og þingmönnum norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn hans falli hugnast ekki sú leið og óttast þeir að Bretar festist þannig varanlega í sambandinu.Nú segir Reuters-fréttastofan að Johnson, sem tók við embætti forsætisráðherra í gær, hafi greint breska þinginu frá því í morgun að hann hafi sagt forystufólki Evrópusambandsins að hann vilji losna við baktrygginguna. Johnson hefur sagst vilja gera nýjan samning við ESB áður en útgöngudagurinn 31. október rennur upp. „Það verður að vera ljóst að leiðin að samningnum verður í gegnum afnám baktryggingarinnar,“ sagði Johnson í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra á þingi. Ólíklegt er að fulltrúa Evrópusambandsins taki vel í þessar hugmyndir Johnson. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segist hlakka til að ræða málið við Johnson en hefur lýst hugmynd hans um nýjan samning við ESB sem óraunhæfri. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands gerði fulltrúum Evrópusambandsins ljós fyrir þeirri afstöðu sinni að fellda þyrfti írsku baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi þeirra ef samkomulag á að nást um forsendur útgöngunnar. Fulltrúar sambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðræðu um breytingar á baktryggingunni. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. Baktryggingin svonefnda er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn. Harðlínumönnum í Íhaldsflokknum og þingmönnum norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn hans falli hugnast ekki sú leið og óttast þeir að Bretar festist þannig varanlega í sambandinu.Nú segir Reuters-fréttastofan að Johnson, sem tók við embætti forsætisráðherra í gær, hafi greint breska þinginu frá því í morgun að hann hafi sagt forystufólki Evrópusambandsins að hann vilji losna við baktrygginguna. Johnson hefur sagst vilja gera nýjan samning við ESB áður en útgöngudagurinn 31. október rennur upp. „Það verður að vera ljóst að leiðin að samningnum verður í gegnum afnám baktryggingarinnar,“ sagði Johnson í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra á þingi. Ólíklegt er að fulltrúa Evrópusambandsins taki vel í þessar hugmyndir Johnson. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segist hlakka til að ræða málið við Johnson en hefur lýst hugmynd hans um nýjan samning við ESB sem óraunhæfri.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55