Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 13:44 Ingólfsfjörður. Mynd úr safni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“ Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“
Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira