Zinedine Zidane hefur áhyggjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:00 Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fylgist með á æfingu liðsins. Vísir/Getty Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira