Heimsmeistarinn gerir heimildarmynd með leikstjóra Titanic Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2019 15:00 Lewis Hamilton vísir/getty Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag. Formúla Hollywood Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag.
Formúla Hollywood Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira