Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 12:16 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Neytendasamtökin segja að stjórnvöld verði að tryggja að nú þegar fari fram endurútreikningur á öllum smálánum af hálfu hlutlausra aðila sem allra fyrst. Þau hvetja bæði stjórnvöld og fyrirtæki til að bregðast skjótt við svo réttindi lántaka verði tryggð.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að forstjóri Kredia Group héti því að dagar smálána á allt að 3.000 prósenta vöxtum séu liðnir. Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. „Fjölmargir hafa þegar gert upp ólögleg smálán og eiga því inni kröfu á bæði Kredia Group og Almenna innheimtu ehf. Bæði þessi fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að endurgreiða oftekna vexti og biðja viðskiptavini sína afsökunar á að hafa stundað ólöglega lána- og innheimtustarfsemi um árabil.“ Neytendasamtökin, sem hafa ítrekað gagnrýnt að Creditinfo hafi sett fólk á vanskilaskrá vegna vanskila á ólöglegum lánum, hvetja Creditinfo til að bregðast skjótt við og afskrá fólk sem hefur verið á vanskilaskrá vegna smálána. „Lántakendur eiga ekki sjálfir að þurfa að senda andmæli til Creditinfo og Almennrar innheimtu ehf. þar sem fyrir liggur að vanskilaskráningin var ekki á rökum reist“. Neytendasamtökin segja að borið hafi á því smálánafyrirtækið hafi skuldfært af kortum og bankareikningum lántakenda á grunni „mjög óljósrar skuldfærsluheimildar“. Samtökin segjast líta það mjög alvarlegum augum að ólöglegar kröfur séu innheimtar með þessum hætti án þess að heimild sé til staðar. „Bankar og kortafyrirtæki eru hvött til að aðstoða sína viðskiptavini og tryggja endurgreiðslu ólöglegra úttekta hið snarasta, enda telja Neytendasamtökin að fjármálafyrirtækin séu ábyrg gagnvart sínum viðskiptavinum.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00 Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu 21. maí 2019 06:00 Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Neytendasamtökin segja að stjórnvöld verði að tryggja að nú þegar fari fram endurútreikningur á öllum smálánum af hálfu hlutlausra aðila sem allra fyrst. Þau hvetja bæði stjórnvöld og fyrirtæki til að bregðast skjótt við svo réttindi lántaka verði tryggð.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að forstjóri Kredia Group héti því að dagar smálána á allt að 3.000 prósenta vöxtum séu liðnir. Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. „Fjölmargir hafa þegar gert upp ólögleg smálán og eiga því inni kröfu á bæði Kredia Group og Almenna innheimtu ehf. Bæði þessi fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að endurgreiða oftekna vexti og biðja viðskiptavini sína afsökunar á að hafa stundað ólöglega lána- og innheimtustarfsemi um árabil.“ Neytendasamtökin, sem hafa ítrekað gagnrýnt að Creditinfo hafi sett fólk á vanskilaskrá vegna vanskila á ólöglegum lánum, hvetja Creditinfo til að bregðast skjótt við og afskrá fólk sem hefur verið á vanskilaskrá vegna smálána. „Lántakendur eiga ekki sjálfir að þurfa að senda andmæli til Creditinfo og Almennrar innheimtu ehf. þar sem fyrir liggur að vanskilaskráningin var ekki á rökum reist“. Neytendasamtökin segja að borið hafi á því smálánafyrirtækið hafi skuldfært af kortum og bankareikningum lántakenda á grunni „mjög óljósrar skuldfærsluheimildar“. Samtökin segjast líta það mjög alvarlegum augum að ólöglegar kröfur séu innheimtar með þessum hætti án þess að heimild sé til staðar. „Bankar og kortafyrirtæki eru hvött til að aðstoða sína viðskiptavini og tryggja endurgreiðslu ólöglegra úttekta hið snarasta, enda telja Neytendasamtökin að fjármálafyrirtækin séu ábyrg gagnvart sínum viðskiptavinum.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00 Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu 21. maí 2019 06:00 Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00
Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00
Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07
Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00
Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30