Kristján Flóki Finnbogason lék sinn síðasta leik fyrir Start þegar liðið vann 0-2 útisigur á Ull/Kisa í norsku B-deildinni í kvöld.
Kristján Flóki kom inn á þegar níu mínútur voru til leiksloka. Hann heldur nú til Íslands en fyrr í mánuðinum samdi hann við KR sem er á toppi Pepsi Max-deildar karla.
Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Start sem var 0-2 yfir í hálfleik.
Start hefur unnið fjóra leiki í röð og er í 3. sæti deildarinnar með 31 stig, sjö stigum á eftir toppliði Ålesund.
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.
Start vann kveðjuleik Kristjáns Flóka

Tengdar fréttir

Start í 3. sætið eftir þriðja sigurinn í röð
Jóhannes Harðarson er búinn að koma Start á beinu brautina.

Kristján Flóki búinn að semja við KR
Kristján Flóki Finnbogason mun ganga til liðs við KR á næstu vikum frá Start, en bæði félög tilkynntu þetta í dag.