Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:41 Fyrirtæki sem reka vefsíður eru talin bera sameiginlega ábyrgð á upplýsingum sem Facebook-tengjur safna um notendur. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur. Facebook Persónuvernd Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur.
Facebook Persónuvernd Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira