Darmian spilaði ekki nema sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var oft á tíðum ekki í leikmannahópi United en nú gæti hann verið á leið til spænsku meistaranna.
[ESPN FC via @adriandelmonte] | Barcelona consider surprise move for Matteo Darmian! Player very likely to leave Manchester United this summer. pic.twitter.com/ma2h8EH8jo
— BarçaTimes (@BarcaTimes) July 29, 2019
Jordi Alba er aðal vinstri bakvörður Barcelona en Börsungar eru taldir leita að varamani fyrir hann. Þar er talið að Darmian sé álitlegur kostur.
Junior Firpo, vinstri bakvörður Beltis, og Philipp Max, vinstri bakvörður Augsburg, voru einnig taldir á óskalista Barcelona en talið er að Darmian sé mun ódýrari kostur en þeir báðir.