Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2019 15:50 Hundarnir tveir sem um ræðir. Tilkynning hreppsins um að þeir yrðu aflífaðir ef þeirra yrði ekki vitjað virðast hafa kallað fram nokkurn ofsa meðal hundavina. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21