Boða samruna flugrútufyrirtækja vegna óhagstæðra skilyrða Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 14:43 Bæði fyrirtækin hafa haldið úti áætlanaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Andri Marinó. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda GL ehf. og Reykjavík Sightseeing Invest ehf. segjast hafa tilkynnt Samkeppniseftirlitinu um fyrirhugaða sameiningu á næstu mánuðum. Bæði félögin halda meðal annars úti áætlunarakstri til og frá Keflavíkurflugvelli en þau vísa til óhagstæðra rekstrarskilyrða sem ástæðu fyrir samrunanum. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segjast þau ætla að sameina flugrútureksturinn en einnig afþreyingar- og hópferðir sínar. Fyrirvari sé um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á samrunanum. Allrahanda rekur vörumerkin Gray Line og Airport Express en Reykjavík Sightseeing Invest heldur úti Airport Direct, Reykjavík Sightseeing og SmartBus. „Meginástæðan fyrir ákvörðun eigenda fyrirtækjanna um sameiningu er óhagstæð rekstrarskilyrði sem hafa leitt til óviðunandi afkomu. Þar vegur þyngst hækkun launakostnaðar og annars rekstarkostnaðar. Þó svo að dregið hafi lítillega úr styrk krónunnar, þá vegur það ekki upp á móti þeirri fækkun ferðamanna sem við blasir. Þá er mikil samkeppni á þessum vettvangi og fyrirséð að hún muni harðna enn frekar,“ segir í tilkynningunni. Bæði fyrirtækin segjast hafa þegar ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir undanfarin misseri en þær hafi ekki dugað til að vega upp á móti versnandi stöðu. Því telji eigendur þeirra skynsamlegt og ábyrgt að ráðast í sameiningu til að gera reksturinn sjálfbæran. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda GL ehf. og Reykjavík Sightseeing Invest ehf. segjast hafa tilkynnt Samkeppniseftirlitinu um fyrirhugaða sameiningu á næstu mánuðum. Bæði félögin halda meðal annars úti áætlunarakstri til og frá Keflavíkurflugvelli en þau vísa til óhagstæðra rekstrarskilyrða sem ástæðu fyrir samrunanum. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segjast þau ætla að sameina flugrútureksturinn en einnig afþreyingar- og hópferðir sínar. Fyrirvari sé um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á samrunanum. Allrahanda rekur vörumerkin Gray Line og Airport Express en Reykjavík Sightseeing Invest heldur úti Airport Direct, Reykjavík Sightseeing og SmartBus. „Meginástæðan fyrir ákvörðun eigenda fyrirtækjanna um sameiningu er óhagstæð rekstrarskilyrði sem hafa leitt til óviðunandi afkomu. Þar vegur þyngst hækkun launakostnaðar og annars rekstarkostnaðar. Þó svo að dregið hafi lítillega úr styrk krónunnar, þá vegur það ekki upp á móti þeirri fækkun ferðamanna sem við blasir. Þá er mikil samkeppni á þessum vettvangi og fyrirséð að hún muni harðna enn frekar,“ segir í tilkynningunni. Bæði fyrirtækin segjast hafa þegar ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir undanfarin misseri en þær hafi ekki dugað til að vega upp á móti versnandi stöðu. Því telji eigendur þeirra skynsamlegt og ábyrgt að ráðast í sameiningu til að gera reksturinn sjálfbæran.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira