Vilja reisa eins konar kastala í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:15 Skjáskot úr kynningarmyndbandinu fyrir Varmártorg. Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið. Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Bílapartasalan ehf. sem á lóðina að Völuteig 8 í Mosfellsbæ vill hefja uppbyggingu á lóðinni og reisa þar eins konar kastala. Þetta kemur fram í erindi Zeppelin Arkitekta til skipulagsnefndar bæjarins en árið 2009 unnu arkitektarnir deiliskipulag á lóðinni. Þá var hugmyndin að byggja þar fjögurra hæða skrifstofu- og hótelbyggingu auk kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu en nú er markmiðið að skapa vistvæna byggð þar sem verða meðal annars íbúðir, vinnustofur, kaffi- og veitingahús. Fyrst var greint frá erindi Zeppelin Arkitekta á vef Fréttablaðsins. Bílapartasalan hefur gert samning við Byggingarfélagið Mannverk ehf. um að þróa og byggja upp lóðina. Í samkomulaginu felst einnig að Zeppelin Arkitektar mun vinna tilheyrandi skipulagsvinnu og hanna allar byggingarnar á lóðinni. „Á lóðina verði byggður eins konar kastali, safnmishárra turnbygginga, sem liggja munu umhverfis stórt torg. Tillögunni hefur verið gefið vinnuheitið „Varmártorg“,“ segir í erindi arkitektanna.Klippa: Nýtt Varmártorg - Hugmyndamyndband Útfærslan verður á þá leið að lágar múrsteinsklæddar byggingar stallist niður brekkuna í lóðinni. Þær mynda kastalaveginna og í þeim verða vinnustofur og/eða íbúðir og til dæmis veitingastaðir. „Upp úr múrsteinsklæddum byggingunum rísa fjórir turnar, misháir og einfaldir í formi. Tveir lægri turnanna snúa að Varmá en þeir hærri eru ofar í brekkunni. Mátulega rúmt er á milli þeirra og útsýni frá þeim því ágætt. Efstu hæðir verða inndregnar. Turnarnir standa umhverfis stórt og sólríkt torg, þar sem hægt verður að halda samkomur og útimarkaði. Niðurröðun turnanna gerir það að verkum að þeir hylja iðnaðarsvæðið, frá Helgafellslandinu séð. Með því að reisa byggingarnar vel upp yfir iðnaðarbyggingarnar vinnst tvennt; iðnaðarbyggingarnar verða skermaðar af og íbúar turnanna geta notið óhindraðs útsýnis, fjallasýnar og út á Faxaflóa. Byggingarnar eru nokkuð hærri en gengur og gerist í Mosfellsbæ, en aðstæður eru sérstakar og því teljum við leyfilegt að bregða út frá meginreglunni. Húsin eru í útjaðri byggðar og næsti nágranni er iðnaðarsvæðið í Völuteig,“ segir í erindinu þar sem lesa má nánar um málið.
Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira